Friday, September 9, 2011

Hugmynd!

Hvaða hugmynd? Jú, þegar maður hefur ekkert annað að gera á föstudagskvöldi er tilvalið að byrja að blogga. Ég hef verið skákáhugamaður í 25 ár. Það liggur því beinast við að reyna að blogga um skák. Í gegnum tíðina hef ég gert eitthvað af því að skýra skákir sem ég hef teflt í ýmsum mótum. Hef ekki verið duglegur við þetta en á þó nokkrar skákir á lager, aðallega tapskákir reyndar því mér var snemma sagt að það borgaði sig að eyða mestum tíma í að stúdera tapskákirnar. Mér finnst því gráupplagt að nota þennan vettvang til þess að birta og skýra skákir, aðallega eigin skákir (enda vekja þær alltaf mestan áhuga hjá manni sjálfum) og kannski einstaka aðrar skákir sem gleðja augað. Ef til vill verður síðan hægt að blogga um önnur áhugamál endrum og eins.